Hvatningarverðlaunin 2024

Foreldraráð Hafnarfjarðar leitar að tilnefningum: https://forms.gle/hSht8DiXeByX6psK6

Hefur einhver í þínu nærumhverfi:

– Stuðlað að auknu foreldrasamstarfi í skólanum þínum

– Unnið að bættum tengslum heimilis, skóla og samfélags

Staðið að frumkvöðlastarfi í grunnskóla

– Lagt fram óeigingjarnt starf eða framlag í þágu grunnskólabarna

– Látið sig varða velferð barna og unglinga

Sendu inn tilnefningu ásamt rökstuðningi fyrir 8. maí

Hvatningarverðlunahátíðin fer fram 16. maí, kl. 20:00.

1 athugasemd á “Hvatningarverðlaunin 2024

  1. Sæl.

    Í Áslandsskóla í Hafnarfirði er starfandi framúrskarandi kennari í sviðslist, Erla María Hilmarsdóttir. Árlega er settur upp söngleikur í 3. bekk sem hún stýrir og jafnvel semur. Í ár setti hún upp söngleikinn Grease og hafði hún samið texta og staðfært fyrir nemendur. Hún er glaðleg, metnaðarfull og einstaklega brosmild og hlý manneskja sem börnin hænast að. Hún Erla María á skilið hrós fyrir störf sín í þágu nemenda í Áslandsskóla og að geta sett upp hvern söngleikinn á fætur öðrum, ár eftir ár og alltaf jafn metnaðarfullt og skemmtilegt.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd