Frumsýning á Horfumst í augu

Foreldraráð Hafnarfjarðar frumsýndi myndband í Bæjarbíó á þriðjudaginn, á viðburðinum Við erum Þorpið, á vegum Hafnarfjarðarbæjar.

Leggjum frá okkur símana og horfumst í augu.
Myndbandið var unnið í samstarfi við Rec Media og er afrakstur hugmyndar sem kviknaði innan Foreldraráðsins – hugmyndar sem hafði að markmiði að opna umræðuna um samskipti og samveru fjölskyldna á hlýlegan, uppbyggilegan og átakalausan hátt. Verkefnið miðar að því að vekja til umhugsunar og hvetja til jákvæðrar samveru án þess að ásakanir, skömm eða sektarkennd fylgi í kjölfarið.

Ráðið ákvað því að láta af hugmynd verða að veruleika og naut við það verðmæts stuðnings fjölmargra sjálfboðaliða, sem og Hafnarfjarðarbæjar. Fjöldi einstaklinga lagði hjarta og sál í gerð myndbandsins og stóðu þétt að baki framkvæmd þess.

Foreldraráð Hafnarfjarðar vill færa öllum þeim sem komu að verkefninu innilegar þakkir fyrir ómetanlegt framlag.

Færðu inn athugasemd